Mynd: Kylfingur.is

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í gær á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi. Birgir Leifur lék frábært golf alla keppnisdagana og endaði mótið samtals á parinu, þremur höggum á undan næsta manni, Kristjáni Þór Einarssyni úr Kili Mosfellsbæ. Sigmundur Einar Másson varð í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Birgi Leifi. Árangur GKG manna er einstaklega glæsilegur í þessu móti, og voru fjórir kylfingar meðal tíu efstu, en Alfreð Kristinsson endaði í 7. sæti og Guðjón Henning Hilmarsson í 9. sæti. 

Í kvennaflokki varð Tinna Jóhannsdóttir hlutskörpust og landaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Hún lauk keppni á 22 yfir, tveimur höggum á undan Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í þriðja sæti var Signý Arnórsdóttir. Ingunn Gunnarsdóttir náði besta árangri GKG kvenna og hafnaði í 10. sæti.

Eftirfarandi eru úrslit efstu kylfinga í karla- og kvennaflokki:

 

Sæti Nafn Félag Högg 1 Birgir Leifur Hafþórsson GKG 284 2 Kristján Þór Einarsson GKJ 287 3 Sigmundur Einar Másson GKG 289 4 Þórður Rafn Gissurarson GR 290 5 Hlynur Geir Hjartarson GK 292 6 Heiðar Davíð Bragason GHD 293 7 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 295 8 Stefán Már Stefánsson GR 296 T9 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 297 T9 Axel Bóasson GK 297 T9 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 297 T9 Örvar Samúelsson GA 297 Sæti Nafn Félag Högg 1 Tinna Jóhannsdóttir GK 306 2 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 308 3 Signý Arnórsdóttir GK 309 4 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 310 5 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 311 6 Berglind Björnsdóttir GR 319 7 Þórdís Geirsdóttir GK 327 8 Helena Árnadóttir GR 329 9 Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 331 T10 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 333 T10 Karlotta Einarsdóttir NK 333 T10 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 333