Birgir Leifur Hafþórsson var fyrir skömmu útnefndur íþróttakarl Kópavogs. Birgir Leifur sankar að sér viðurkenningum þessa dagana en hann var á dögum valinn kylfingur ársins í karlaflokki af GSÍ. Birgir Leifur er vel að þessum titlum kominn enda fremsti kylfingur landsins og frábær fyrirmynd. Við óskum honum innilega til hamingju með þessa miklu viðurkenningu. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu var útnefnd íþróttakona Kópavogs.

Í flokki 13-16 ára fengu Elísabet Ágústsdóttir og Ingi Rúnar Birgisson (sonur Birgis Leifs) einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur á seinasta ári.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Kópavogsbæjar hér.

Einnig voru veittar viðurkenningar á íþróttahátíð Garðabæjar í gær og fengu eftirfarandi kylfingar viðurkenningar fyrir glæsilegan árangur.

Fyrir Íslandsmeistaratitla: Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik karla; Ingi Rúnar Birgisson fyrir Íslandsmeistaratitil í höggleik stráka 14 ára og yngri; Sigurður Arnar Garðarsson fyrir Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni stráka 14 ára og yngri; sveit GKG í flokki Pilta 18 ára og yngri, Ragnar Már Garðarsson fékk viðurkenningu fyrir þátttöku sína í í verkefnum A-landsliðsins.

Ithr_Gbaejar_vidurkenning

 

 

 

 

 

 

Íslandsmeistarar GKG, á mynd frá vinstri: Birgir Leifur, Ingi Rúnar, Hlynur, Kristófer Orri, Aron Snær, Sigurður Arnar, Egill Ragnar.