Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, ætlar að miðla af reynslu sinni fyrir unga kylfinga í GKG í golfskálanum laugardaginn 14.apríl á milli kl.12-13. Sjá frétt á unglingasíðu GKG.
Öllum börnum og unglingum sem æft hafa með GKG í vetur er boðið að mæta og fá þannig aðeins innsýn í hvað þarf til þess að ná árangri á heimsmælikvarða frá einum fremsta golfleikara í Evrópu.
Birgir Leifur býr yfir hafsjó af fróðleik sem hann mun miðla til krakkanna. Farið verður yfir gerð leikskipulags og hvað ber að temja sér og hvað ber að varast við undirbnúning og keppni.Hann mun lýsa reynslu sinni af atvinnumennsku og fleiru sem tengist ferli hans og jafnframt svara spurningum gesta. Birgir Leifur býr erlendis en kemur nú heim til að miðla af reynslu sinni til krakkanna í GKG
Öllum verður boðið upp á pizzur og gos þannig að allir geti nærst bæði á sál og líkama og undirbúið sig fyrir komandi vertíð!