Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, ætlar að miðla af reynslu sinni í skála GKG laugardaginn 14.apríl kl.12-13. Hann mun lýsa reynslu sinni af atvinnumennsku og fleiru sem tengist ferli hans og jafnframt svara spurningum gesta.

Öllum börnum og unglingum sem æft hafa með GKG í vetur er boðið að mæta og fá þannig aðeins innsýn í hvað þarf til þess að ná árangri á heimsmælikvarða. Boðið verður upp á pizzur og gos þannig að allir geti nærst bæði á sál og líkama!