Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda á Vacon mótinu í Finnlandi sem hefst í dag, en mótið er hluti af Challenge mótaröð Evrópu, næstu deild fyrir neðan evrópsku mótaröðina. Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hér.

Ragnar Már Garðarsson verður meðal keppenda á Brabants Open mótinu í Hollandi, en um er að ræða sterkt áhugamannamót þar sem sigurvegarinn fær þátttökurétt á KLM mótið sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ásamt Ragnari keppa Gísli Sveinbergsson og Ísak Jasonarson úr Keili, og Bjarki Pétursson úr GB. Mótið hefst á morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála hér.

Við óskum þeim góðs gengis á mótunum!