Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði sínum fyrsta sigri á Challenge mótaröðinni (Áskorendamótaröðinni) í dag. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn úr GKG þurfti ekki að tía boltann upp á lokahringnum því lokaumferðin var felld niður vegna úrkomu.

Birgir var með sjö högga forskot fyrir lokahringinn og stóð því uppi sem sigurvegari. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli Birgis, sem er 41 árs gamall, sem hann nær að sigra á atvinnumóti erlendis – en Áskorendamótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Birgir setti mótsmet þrátt fyrir að hafa ekki leikið nema 54 holur en hann lék hringina þrjá á -18 samtals (63-65-64). Gamla mótsmetið var -15 á 72 holum.

Mótshaldarar ákváðu að fella niður lokaumferðina þegar fyrstu keppendur höfðu farið út á völlinn í morgun. Fyrir sigurinn fékk Birgir Leifur 33.600 Evrur eða 4,3 milljónir kr. Alls hefur Birgir Leifur fengið um 6,4 milljónir kr. í verðlaunafé á þessu tímabili á alls 11 mótum.

Innilegar hamingjuóskir Birgir Leifur, Elísabet og fjölskylda!

Stigalisti Evrópumótaraðarinnar: 

Birgir Leifur hóf atvinnumannaferilinn árið 1997 og hefur hann aldrei leikið betur en í ár á Áskorendamótaröðinni. Með sigrinum fer Birgir Leifur upp í 16. sæti á stigalistanum á Áskorendamótaröðinni og keppnisréttur á sjálfri Evrópumótaröðinni er í augsýn.

„Þetta var minn dagur, og þessi vika hefur verið frábær. Það er langt síðan ég gerðist atvinnumaður og ég hef oft verið í baráttunni en aldrei náð að fara alla leið. Þriðji hringurinn hefur oft verið vandamálið. Gærdagurinn var því stór dagur fyrir mig og það var gaman að fá verðlaunagripinn. 20 ár eru langur tími en mér finnst eins minn tími sé kominn. Ég var taugaóstyrkur í gær, og ég var að verja stöðuna. En þegar ég setti fyrstu púttin ofaní þá fóru hlutirnir að ganga mér í hag. Það er vissulega miður að ég þurfi ekki að leika lokahringinn en golfið hjá mér þessa vikuna er það besta sem ég hef leikið á ferlinum.“

„Sigurinn breytir öllu fyrir mig. Ég get farið að skipuleggja mig betur og ég kemst inn á stóru mótin sem eru framundan. Það getur allt gerst og það snýst allt um að vera í hópi 15 efstu á stigalistanum í lok ársins,“ segir Birgir Leifur í viðtali á heimasíðu Áskorendamótaraðarinnar.

Hér má upprunalega viðtalið:

“Yesterday was a big day for me, I did well, and now to lift this trophy is very nice – 20 years is a long time but it’s worth it now, definitely. It feels like my time.

“I was nervous yesterday, I started off playing a little bit conservative but then I started rolling in a few putts and it turned around really quickly – of course it’s a shame to have finished it like this without playing but my golf this week was the best I have ever played.

“This changes everything. I am now able to plan my schedule, get into all the bigger tournaments that are coming up, and then anything can happen – it’s all about the top 15 at the end of the year and I’ve now given myself a great chance of that.

“It’s a special one for me, as the first Challenge Tour winner from Iceland. It’s a really good tour with some fantastic players so it’s a big achievement and I think people will definitely be happy for me.

“I’m not the youngest but I think I’ve deserved this for my patience, for the years I’ve been going through to get to this point, the injuries and a lot of stuff, so I’m very happy.”