Birgir Leifur er nú að hefja leik á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina á næsta ári. Með árangri sínum í sumar tryggði Birgir sér þátttökurétt á 2. stiginu með því að enda í 88. sæti á Áskorendamótaröðinni.

 Birgir Leifur tók þátt í 17 mótum í 13 löndum í 2 heimsálfum. Hans besti árangur á árinu var í ECCO Tour mótinu sem fram fór í Danmörku þar sem hann endaði í 5. sæti og vann sér inn tæpar 6.000 evrur. Birgir náði aðeins einu sinni að vera meðal 10 efstu og þrisvar meðal 20 efstu. Tíu sinnum náði hann í gegn um niðurskurð og af þeim skiftum endaði hann einungis 3 sinnum yfir pari og endaði þessi 17 mót með 54 best online casino hringjum sem eru 972 holur á -17 höggum undir pari sem verður að teljast viðunandi.

 Birgir Leifur mun leika í dag og á morgun áður en skorið verður niður fyrir lokadagana 2 og er það gríðarlega mikilvægt fyrir hann að ná niðurskurði á morgun til þess að eiga möguleika á að bæta stöðu sína á lista Evrópumótaraðarinnar á næsta ári með því að komast á lokastigið, en þar keppa 156 leikmenn um 30 efstu sætin og fá skráningu á Evrópumótaröðina eftir skori. Aðrir fá skráningu eftir árangri sínum í hærri skráningaflokka.