Niðjamótið hefur vaxið og dafnað í gegnum árin og í ár mættu 100 kylfingar til leiks, 50 lið skipuð GKG niðjum eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Spilað er eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem báðir liðsmenn slá af teig og skiptast svo á að koma boltanum í holu.

Mótið er lýsandi dæmi yfir það hvað golf er stórkostleg fjölskylduíþrótt þar sem ættliðir geta spilað og keppt í sama leiknum og átt gæðastund saman.

Sigurvegararnir í ár, annað árið í röð, voru feðginin María Kristín Elísdóttir og Elís Ingvarsson en þau léku á 46 punktum. Það hefur gerst einu sinni áður að sama liðið hafi sigrað tvö ár í röð en 2013 og 2014 sigruðu feðgarnir Þórir Gunnarsson og stofnandi mótsins Gunnar Jónsson.

Veitt voru verðlaun fyrir 8 efstu sætin sem þannig voru skipuð:

1 María Kristín Elísdóttir / Elís Ingvarsson 46
2 Brynjólfur Bjarnason / Sara Björk Brynjólfsdóttir 43
3 Guðmundur Snær Elíasson / Sigurður Guðmundsson 41
4 Guðrún Kristjánsdóttir / Styrmir Steinn Kjartansson 40
5 Kristín Helga Ingadóttir / Ingi Már Helgason 39
6 Ólafur Eggert Guðmundsson / Guðmundur Árni Ólafsson 39
7 Stefán Þór Stefánsson / Karen Lind Stefánsdóttir 38
8 Arnar Heimir Gestsson / Gestur Þórisson 38
  Jöfn sæti voru ákvörðuð með seinustu 9, 6, 3, 1 og svo hlutkesti
9 Pálmi Freyr Randversson / Magnús Pálmi Pálmason 38
10 Sigurður Hreiðar Jónsson / Jón Arnar Sigurðarson 38
11 Pétur Krogh Ólafsson / Ólafur Sigurðsson 38
12 Úlfar Jónsson / Aron Úlfarsson 38

 

Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum:

2. braut: Björn Breki Halldórsson 121 sm
4. braut: Valgarð Valgarðsson 75 sm
9. braut: Gestur Þórisson 85 sm
11. braut: Jón Arnar Sigurðarson 321 sm
13. braut: María Kristín Elísdóttir 216 sm
17. braut: Jakob Emil Pálmason 104 sm

Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar fyrir þau glæsilegu verðlaun sem voru á boðstólnum í mótinu: 

Fly Over Iceland, Hreyfingu, Icelandair, Margt Smátt, Myndform, Sky Lagoon. Einnig viljum við þakka Elísabetu Halldórsdóttur, Hilmari Halldórssyni og Gunnari Jónssyni fyrir þeirra aðstoð við mótið.

Bestu þakkir fá Jana og Tommi í Mulligan sem buðu keppendum upp á kraftmikla súpu að leik loknum sem kom sér vel eftir rigningargusuna á seinni hluta mótins.

Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn um leið og við þökkum öllum kylfingum fyrir stuðninginn en allur ágóði af mótinu rennur til barna- og unglingastarfs GKG.

Niðurstöður í mótinu má sjá með því að smella hér.

Nándarverðlaun: María, Björn Breki, Valgarð, Gestur, Jakob og Úlfar