Á aðalfundi PGA um seinustu helgi var Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, valinn kylfingur ársins fyrir seinasta tímabil. Birgir Leifur hlýtur því þessa nafnbót frá bæði áhugamannasamtökunum GSÍ og samtökum atvinnukylfinga, PGA, sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Aðrar heiðranir voru einnig veittar, en Brynjar Geirsson, GR, var valinn þjálfari ársins, fyrir frábæran árangur keppnisliðs GR-inga á seinasta tímabili.

Nánari upplýsingar og myndir er að finna á nýrri heimasíðu PGA, www.pga.is.