K-Club golfklúbburinn er með tvo 18 holu golfvelli; Palmer Course, sem hannaður er fa Arnold Palmer og Smurfit Course. Þeir eru taldir með tilkomumestu og bestu golfvöllum í Evrópu og almennt álitnir ein mesta áskorun í golfvallahönnun. Ef einhver golfvöllur endurspeglar persónuleika arkitektsins þá er það svo sannarlega Palmer Course.
En hvað kom til að Birkir fékk þetta boð? „Það kom tilkynning frá evrópsku „Greenkeeper“ samtökunum um að það ætti að bjóða fimm evrópskum golfvallarfræðingum til að starfa við Ryder-bikarkeppnina. Það var Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri GR, sem lét mig vita af þessu og ég sótti einfaldlega um og var einn þeirra fimm sem varð fyrri valinu. Ég er alveg í skýjunum með þetta og hlakka mikið til,“ sagði Birkir.
„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og það verður æðislegt að fá að fylgjast með þessu móti innan vallar. Þetta er eitt stærsta mót sem haldið er og þarna eru allir bestu kylfingar heims saman komnir, enda ekkert til sparað í einu né neinu. Ég veit satt að segja ekki enn hvað ég verð látinn gera á K-Club, en það skiptir ekki öllu máli. Ég verð einn af starfsliðinu og það er bara frábært,“ sagði Birkir og getur ekki leynt ánægju sinni.
Birkir vann í tvö ár hjá Golfklúbbi Akureyrar, eftir það var hann tvö sumur með völlinn í Grindavík og síðan hefur hann verið í tvö og hálft ár á Vífilsstaðavelli. Hann lærði golfvallafræði í Skotlandi og tók námið eitt ár. Síðan hefur hann farið á marga fyrirlestra um golfvelli og um umhirðu þeirra, bæði hér heima og erlendis.