Opnunarmót okkar GKG-inga var haldið með með glæsibrag í fínasta vorveðri í dag, það var ágætt að fá smá pásu frá rigningunni undanfarið.
Það er alltaf stemning hjá okkur þegar fyrsta innanfélagsmótið er haldið, þó það sé seint á ferðinni þetta árið. Fyrir utan það að hitta alla félagsmennina þá er opnunarmótið spennandi af því leiti að kylfingar eru að spreyta sig í fyrsta sinn eftir veturinn. Frábær þátttaka var í mótinu, 38 konur og 102 karlar léku “Vífilsstaðavöll hinn gamla” eða neðri Leirdalsvöll og Mýrina.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf kvennaflokkur
1. sæti – Erna Arnardóttir – 38 punkta
2. sæti – Anna Júlía Ólafsdóttir – 38 punktar
3. sæti – Guðrún Björg Guðmundsdóttir – 36 punktar
Erna var með betri árangur á seinni 9 holunum og hlýtur því fyrsta sætið.
Punktakeppni með forgjöf karlaflokkur
1, sæti – Davíð Stefán Guðmundsson – 38 punktar
2. sæti – Hugo Rasmus – 36 punktar
3. sæti – Gunnar Gunnarsson – 35 punktar
Verðlaun í punktakeppni:
1. sæti: Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali. 20.000,-kr bensínkort hjá Olís. Glaðningur frá Ölgerðinni
2. sæti: Gjafabréf í Skylagoon, gjafabréf frá Reykjavík Escape. 10.000,-kr bensínkort hjá Olís. Sumarkort í Golfherma GKG. Glaðningur frá Ölgerðinni.
3. sæti: Gjafabréf í Skylagoon, 10.000,-kr bensínkort hjá Olís. Glaðningur frá Ölgerðinni. Sumarkort í Golfherma GKG.
- sæti – Úlfar Jónsson 71 högg
Höggleikur án forgjafar kvenna
1. sæti Anna Júlía Ólafsdóttir 67 högg
Verðlaun í höggleikskeppni: J.Lindeberg fatnaður að verðmæti 35.000,-kr frá Golfverslun GKG og 10.000 kr. gjafabréf frá Olís.
Nándarverðlaun öllum par 3 holum vallarins
- hola – Gjafabréf frá Reykjavík Escape og glaðningur frá Ölgerðinni
Hallgrímur Hallgrímsson 34 sm
- hola – Gjafabréf frá Reykjavík Escape og glaðningur frá Ölgerðinni
Elín Jóhannesdóttir 70 sm
- hola – Gjafabréf frá Reykjavík Escape og glaðningur frá Ölgerðinni
Kristján Blöndal 413 sm
- hola – Gjafabréf frá Reykjavík Escape og glaðningur frá Ölgerðinni
Guðrún Björg Guðmundsdóttir 143 sm
- hola – Sumarkort í Golfherma GKG og glaðningur frá Ölgerðinni
Pálmi Vilhjálmsson 230 sm
- hola – Sumarkort í Golfherma GKG og glaðningur frá Ölgerðinni
Árni Bjarnason 155 sm
Sérstök hvatningarverðlaun fékk Kjartan Harðarson sem byrjaði í golfi í vetur og náði 49 punktum sem gilti þó ekki til verðlauna í mótinu þar sem forgjöfin var ekki lögleg samkvæmt keppnisskilmálum.
“Iss ég para bara næstu” verðlaunin hlaut Vignir Hlöðversson
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt á Íslandshóteli að eigin vali., 10.000,-kr gjafabréf í Olís ásamt glaðningi frá Ölgerðinni.
Mótið gildir ekki til forgjafar vegna ástands vallar og bráðabirgðaflata.
GKG þakkar öllum keppendum, sjálfboðaliðum, vallarstarfsmönnum og öðru starfsfólki, auk Ölgerðarinnar fyrir að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni.
Ósótta vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu GKG á opnunartíma.