Búið er að opna fyrir rástímaskráningu á netinu.

Þangað til að opnað verður upp í Kópavogshluta Leirdals verður eingöngu hægt að skrá sig á Leirdalsvöll.  Mýrinn verður á þessum tíma leikin sem seinni 9 holurnar á 18 holu hring.  Völlurinn verður leikinn eins og var áður en að nýi hluti Leirdalsvallar var tekinn í notkun, þ.e. hola 1-2-3 og 13-14-15-16-17-18 á Leirdalsvelli og síðan holu 1-9 á Mýrinni sem eins og fyrr segir verða seinni 9 á 18 holu hringnum.

Þeir félagsmenn sem vilja spila Mýrina eingöngu verða að mæta á svæðið og sæta lagi á að komst þar inn ef þeir sem eru að leika halda ekki áfram.

Það er von okkar að þetta tímabil gangi vel og ekki verði um ónægju hjá félögum að ræða.  Gert er ráð fyrir að opna síðan allan völlinn þann 15 mai næstkomandi ef allt gengur að óskum.

Kveðja,
Ólafur E. Ólafsson, framkvæmdastjóri