Fyrsta mótið af þremur í Bushnell mótaröð meistaraflokkskylfinga fór fram í gær í GKG. Um er að ræða samstarf milli GKG, GO og GK. Mótaröðin er hluti af uppbyggingar og afreksstarfi klúbbanna og miðar að því að undirbúa afrekskylfinga til þátttöku á GSÍ mótaröðinni. Mótin eru þrjú talsins en tvö af þremur gilda í heildarkeppninni þar sem sigurvegarar í karla og kvennaflokki hreppa að launum Bushnell Pinseeker Tour V2 kíki. Alls kepptu 35 kylfingar í gær í fyrsta mótinu og setti Axel Bóason nýtt og glæsilegt vallarmet í karlaflokki, en hann lék á 67 höggum af hvítum teigum. Næsta stigamót í Arion banka mótaröðinni fer fram í GKG á Leirdalsvelli, og þ.a.l. hafa keppendur nýtt viðmið hvað skor varðar. Systir hans, Jódís, var með besta skorið í kvennaflokki, 75 högg.

Hér fyrir neðan má sjá bestu skorin, en úrslit hjá öllum keppendum má sjá hér

Kvennaflokkur  Karlaflokkur
1. Jódís Bóasdóttir  GK 75 1. Axel Bóasson   GK 67
2. Signý Arnórsdóttir  GK 82 2. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 71
3. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 83 3. Steinn Freyr Þorleifsson GK 71
4. Ingunn Einarsdóttir  GKG 83 4. Rúnar Arnþórsson GK 74
5. Tinna Jóhannsdóttir  GK 83 5. Bjarki Freyr Júlíusson GKG 75