Fyrsta mótið af þremur í Bushnell mótaröð meistaraflokkskylfinga fór fram í gær í GKG. Um er að ræða samstarf milli GKG, GO og GK. Mótaröðin er hluti af uppbyggingar og afreksstarfi klúbbanna og miðar að því að undirbúa afrekskylfinga til þátttöku á GSÍ mótaröðinni. Mótin eru þrjú talsins en tvö af þremur gilda í heildarkeppninni þar sem sigurvegarar í karla og kvennaflokki hreppa að launum Bushnell Pinseeker Tour V2 kíki. Alls kepptu 35 kylfingar í gær í fyrsta mótinu og setti Axel Bóason nýtt og glæsilegt vallarmet í karlaflokki, en hann lék á 67 höggum af hvítum teigum. Næsta stigamót í Arion banka mótaröðinni fer fram í GKG á Leirdalsvelli, og þ.a.l. hafa keppendur nýtt viðmið hvað skor varðar. Systir hans, Jódís, var með besta skorið í kvennaflokki, 75 högg.
Hér fyrir neðan má sjá bestu skorin, en úrslit hjá öllum keppendum má sjá hér.
Kvennaflokkur | Karlaflokkur |
1. Jódís Bóasdóttir GK 75 | 1. Axel Bóasson GK 67 |
2. Signý Arnórsdóttir GK 82 | 2. Guðjón Henning Hilmarsson GKG 71 |
3. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 83 | 3. Steinn Freyr Þorleifsson GK 71 |
4. Ingunn Einarsdóttir GKG 83 | 4. Rúnar Arnþórsson GK 74 |
5. Tinna Jóhannsdóttir GK 83 | 5. Bjarki Freyr Júlíusson GKG 75 |