Nú liggja úrslit úr Bylgjan Open fyrir. Alls voru 206 keppendur sem léku í mótinu fyrri daginn en niðurskurður var við 32 punkta. Samtals 96 keppendur komust áfram og hófu leik klukkan 07:50 á sunnudag.
Verðlaun fyrir næstur holu á par 3 holum og lengsta upphafshögg voru veitt fyrir fyrri daginn og eru þeir sem þau hljóta:
2. hola Sigurður Árni Gunnarsson GK 158 sm
4. hola Elís Jónsson GK 165 sm
9. hola Sturla R. Guðmundsson GKG 180 sm
11. hola Bjartmar Daðason GR 126 sm
13. hola Ragnar L. Ólafsson GS 57 sm
17. hola Eggert Jóhannsson GA 93 sm
Lengsta upphafshögg á 12. holu
Magnús Magnússon GKG
Á sunnudeginum var það Brynjar Bjarkason sem var næstur holu á 17. braut og var hann 167 sm frá holu.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir :
1. sæti Adolf Sveinsson GS 39+42 = 81
2. sæti Stefán Ingi Guðmundsson GO 37+42 = 79
3. sæti Jón Birgir Gunnarsson GK 35+40 = 75
4. sæti Ragnar Marteinsson Lövdal GKG 36+37 = 73
5. sæti Þórarinn Brynjar Kristjánsson GS 34+38 = 72
Þrír aðrir keppendur voru með 72 punkta en Þórarinn var með bestan seinni hring.