Búinn að bæta sig um 2 högg

Birgir Leifur hefur náð að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun í morgun. Síðustu 9 holurnar hefur hann leikið á 2 höggum undir pari (2 fuglar og 7 pör) og því á 2 höggum yfir pari eftir 15 holur. Einungis um helmingur keppenda er farinn af stað og því með […]

4 yfir eftir 6 holur

Birgir Leifur á í basli á fyrstu holunum á Telenet Trophy mótinu sem nú fer fram í Belgíu. Hann hefur leikið fyrstu 6 holurnar á 4 höggum yfir pari. 3 pör 2 skollar og einn skrambi. Við vonumst til þess að kappinn rífi sig í gang og lagi stöðuna.

"Mátti varla tæpara vera"

Birgir Leifur er nú að halda til Belgíu þar sem hann mun taka þátt í Telenet Trophy golfmótinu sem er liður í Áskorendamótaröðinni og verður haldið á Limburg Golf & Country Club. Mótið hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Skorið er niður eftir 2 daga og því mikilvægt fyrir Birgi Leif að leika vel.

Birgir endar +3

Birgir Leifur lauk leik á tveimur höggum yfir pari á öðrum hring á Challenge mótaröðinni á Ítalíu. Samtals lauk hann leik á þremur höggum yfir pari og náði þar með ekki í gegnum niðurskurðin að þessu sinni. Nú er smá hlé á mótaröðinni en næsta mót er einnig á Ítalíu. […]

Go to Top