Bein útsending í skálanum

Við munum vera með kveikt á Sýn á fimmtudag og föstudag í skálanum og eru allir velkomnir að koma og fylgjast með Birgi Leifi í S-Afríku á breiðtjaldi í GKG skálanum.

Útsendingar Sýnar verða frá Alfred Dunhill Championship fimmtudag og föstudag.

fim 7. […]

Birgir Leifur í beinni !!

 Sjónvarpsstöðin Sýn hefur ákveðið að sýna beint frá Alfred Dunhill Championship mótinu sem fram fer um næstu helgi í Leopard Creek í Suður-Afríku. Þetta er fyrra mótið af tveimur sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tekur þátt í fyrir jólin. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslendingur tekur þátt á Evrópumótaröðinni og sýnt verður beint frá mótinu frá fimmtudegi fram á sunnudag.

Birgir Leifur byrjar vel í dag

Birgir Leifur byrjaði glæsilega í morgun á 5. hring í lokamóti úrtökumótanna. Hann byrjaði á því að para fyrstu tvær holurnar og fékk því næst fugl á þeirri 3. Paraði 4 og fugl á þeirri 5 og kominn -2 undir par eftir 5 holur og -3 undir pari í heildina. Síðan missti hann örlítið flugið og fékk skolla á 6. og 8. holu en paraði 7. og 9. og er því á parinu erftir 9 holur sem er frábær frammistaða. Hann er einungis 1 höggi frá því að vera meðal efstu 30 manna sem er takmarkið þegar upp verður staðið á eftir morgundaginn.

Go to Top