Bein útsending í skálanum
Við munum vera með kveikt á Sýn á fimmtudag og föstudag í skálanum og eru allir velkomnir að koma og fylgjast með Birgi Leifi í S-Afríku á breiðtjaldi í GKG skálanum.
Útsendingar Sýnar verða frá Alfred Dunhill Championship fimmtudag og föstudag.
fim 7. […]
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur ákveðið að sýna beint frá Alfred Dunhill Championship mótinu sem fram fer um næstu helgi í .jpg)

Birgir Leifur er á -2 höggum undir pari þegar einungis 3 holur eru eftir. Fresta verð leik vegna veðurs upp úr hádeginu og er áætlað að hefja leik aftur nú um 14:30.
Birgir Leifur er nú á -1 höggi undir pari eftir að hafa lokið við fyrri 9 holurnar á lokahring lokadags úrtökumótanna.
Birgir Leifur hefur heldur gefið eftir á seinni 9 holunum. Hann hefur parað fyrstu 4 holurnar en fékk síðan skolla á 14. og 15. holu og er því á +1 höggi yfir pari og hefur fallið niður í 42. – 50. sæti. […]
Birgir Leifur byrjaði glæsilega í morgun á 5. hring í lokamóti úrtökumótanna. Hann byrjaði á því að para fyrstu tvær holurnar og fékk því næst fugl á þeirri 3. Paraði 4 og fugl á þeirri 5 og kominn -2 undir par eftir 5 holur og -3 undir pari í heildina. Síðan missti hann örlítið flugið og fékk skolla á 6. og 8. holu en paraði 7. og 9. og er því á parinu erftir 9 holur sem er frábær frammistaða. Hann er einungis 1 höggi frá því að vera meðal efstu 30 manna sem er takmarkið þegar upp verður staðið á eftir morgundaginn.
Birgir Leifur stóð sig frábærlega á niðurskurðarhring lokamóts úrtökumóta Evrópumótaraðarinnar í dag þegar hann endaði á -1 höggi undir pari og tryggði sér þar með áframhaldandi leik síðustu 2 keppnisdagana þar sem keppendur berjast um það að enda í 30 efstu sætunum.
Birgir Leifur náði að vinna upp 1 högg er hann náði fugli á 12. holunni og er á pari í dag. Hann er því á pari samtals og ætti það að duga honum í gegn um niðurskurð ef ekkert slæmt gerist […]