Frá Kate vallarstjóra: samantekt júlímánaðar

Heil og sæl kæru GKG félagar
(fyrir neðan er hægt að lesa enskan texta frá Kate)

Veðrið í júlí hefur verið jákvætt gagnvart vexti og endurheimt grassins á völlunum okkar. Vallarteymið hefur staðið sig vel á þessum annasama tíma en mörg viðfangsmikil verkefni hafa verið framkvæmd, s.s. Meistaramótið og nokkur mót með […]

Hulda Clara og Aron Snær tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana!

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana í golfi 2024 í gær! Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. 

Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum […]

Úrslit Meistaramótsins í 5., 4., 3. flokki, 15-16 ára og öldungaflokkum

Meistaramóti GKG í flokkum 50 og 65 ára og eldri, 5. fl. karla, 4. fl. karla og kvenna, 3. fl. kvenna, 15-16 ára pilta og stúlkna lauk í gær í veðurblíðu sem verður í minnum höfð 🙂

Myndum frá mótinu er safnað saman hér.

Úrslit […]

Meistaramót á U 14 Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót U14 á Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót GKG í unglingaflokkum hófst á Mýrinni og í Leirdalnum á sunnudaginn var. Samtals tóku 60 börn og unglingar þátt í þessum flokkum en þar af voru 48 á Mýrinni og 12 á Leirdalsvelli.

Keppt er […]

Frá vallarstjóra GKG, Kate Stillwell

Við báðum nýja vallarstjórann okkar um að segja okkur frá því sem unnið hefur verið að á vellinum undanfarið og hvers er að vænta á næstunni. 

Neðar er hægt að sjá viðtalið á hennar tungumáli, enskunni.

Kæru GKG-ingar!

Sem nýr vallarstjóri okkar  GKG-inga langar mig til að kynna mig formlega og vallarteymið okkar.

Hvaðan […]

Hola í höggi hjá kylfingum í byrjun sumars!

Sumir kylfingar koma vel undan vetri og með heppnina í fararbroddi í byrjun sumars!

Þrír kylfingar hafa þegar farið holu í höggi á völlum GKG!

Fyrstur til að ná draumahögginu var Guðmundur Bernhard Jóhannsson, sem afrekaði þetta strax á opnunardeginum á Mýrinni 8. maí!

Guðmundur var á 9. holu og mældi 125 metra […]

Úrslit í Opnunarmóti GKG 2024 í boði Bola

Opnunarmót okkar GKG-inga var haldið með með glæsibrag í fínasta vorveðri í dag. Mótið markaði einnig opnun Leirdalsvallar og um leið upphaf golfvertíðarinnar.

Það er alltaf stemning hjá okkur þegar fyrsta innanfélagsmótið er haldið. Fyrir utan það að hitta allt félagsfólkið þá er […]

Hulda Clara tryggði sér sigur í háskólamóti!

Afrekskylfingar GKG halda áfram að slá í gegn í orðsins fyllstu merkingu! Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi 2021, sigraði á sínu fyrsta háskólamóti s.l. þriðjudag á á Firekeeper golfvellinum í Mayetta, Kansas. Þetta mót er svo kallað Conference mót og er eitt af lykilmótum hvers árs. […]

Frábær árangur á Sand Valley mótaseríunni í Póllandi

Sex af okkar allra fremstu afrekskylfingum í GKG luku í dag þriðja mótinu í röð sem haldin voru á Sand Valley vellinum í Póllandi. Mótin eru hluti af Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni sem er í þriðja styrkleikflokki mótaraða í Evrópu.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson, Kristófer […]

Aron Snær þriðji á Nordic Golf League í Póllandi

GKG-ingurinn Aron Snær Júlíusson náði flottum árangri og endaði í 3. sæti á 12 höggum undir pari vallar samtals. Hann lék hringina þrjá á 204 höggum (67-69-68). Aron Snær er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki og hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Alls tóku sjö […]

Go to Top