Fréttir

Home/Fréttir

Holumeistarar GKG og úrslit í Úrval Útsýn mánudagsmótaröðinni

Í ár var keppt í fyrsta sinn í kvenna- og karlaflokki um Holumeistara GKG og á Úrval Útsýn mánudagsmótaröðinni. Á aðalfundinum voru veitt verðlaun fyrir þessi tvö af stærstu innanfélagsmótunum sem leikin eru yfir allt sumarið.

Holumeistarar GKG urðu þau Irena Ásdís Óskarsdóttir sem sigraði eftir úrslitaviðureign sína við Bjarneyju Ósk Harðardóttir […]

Aðalfundur GKG – Guðmundur Oddsson endurkjörinn formaður, Jón Gunnarsson hlaut Háttvísisbikar GSÍ

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. október. Rekstur klúbbsins skilaði 29 milljónum í EBITDA hagnað. Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld, útleigu golfbíla, bolta á æfingasvæði og golfmót voru um 10 milljónir undir áætlun á meðan heilsársrekstrarliðir á borð við námskeið kennslu og útleigu […]

Aðalfundur GKG 2018

Aðalfundur GKG 2018 verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00.

Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG:

 1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  5. Lagabreytingar og aðrar tillögur […]

Flott byrjun hjá Birgi Leifi í lokaúrtökumótinu

Atvinnukylfingurinn okkar í GKG, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í dag fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum undir pari. Leikið er á Hills og Lakes völlunum á Lumine svæðinu á Spáni og byrjaði Birgir á Hills vellinum.

Birgir fór af stað með miklum látum en hann fékk fjóra […]

GKG hefur samstarf við Sportabler

GKG hefur gert samning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Fjölmörg íþróttafélög hafa innleitt Sportabler í sitt starf og er GKG fyrsti golfklúbburinn sem fer þessa leið. 

Markmið […]

Opnunartímar golfherma og veitingasölu – vetrardagskráin

Kæru félagar,

Nú er vetrarstarfið okkar hafið með nýjum opnunartímum og mun öflugri þjónustu.

Opnunartími golfherma er:

 • Virkir dagar frá 09:00 til 23:00
 • Helgar frá 09:00 til 18:00

Opnunartímar grillsins í Mulligan er:

 • Mánudagar frá 18:00 til 21:00
 • Aðrir virkir dagar 10:00 til 21:00
 • Helgar frá 10:00 til 18:00

Hægt er að bóka tíma […]

Skráning í fullum gangi á vetrarnámskeið sem hefjast í nóvember

Skráning hefur gengið vel á vetrarnámskeiðin og sjáum við meiri eftirspurn eftir hálfsmánaðar námskeiðum. Við ætlum því að bjóða upp á fleiri slík. Auk þess fjögurra skipta námskeið hjá Hlöðveri. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Þetta er frábær leið til að hafa fastan æfingatíma í vetur, fá góðar leiðbeiningar og […]

Birgir Leifur upplifir drauminn á Valderama

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, hóf leik í dag á Valderama Masters mótinu sem er leikið á hinum fræga Valderama velli í Sotogrande á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og verndari mótsins er Sergio Garcia.

Þetta er stór stund fyrir Birgi Leif því eitt af hans markmiðum var að leika á […]