Slide

Vantar þig kvittun fyrir félagsgjaldinu? Sjá leiðbeiningar.

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GKG.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á https://xpsclubs.is/gkg/registration og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  3. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og […]

Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2023

Aðalfundur GKG verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember kl 20:00.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

  • Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
  • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
  • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
  • Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu.
  • […]

By |16.11.2023|Categories: Fréttir|

Ungir afrekskylfingar GKG að gera góða hluti í erlendum mótum!

Það er gaman að fylgjast með okkar ungu afrekskylfingum í keppnum erlendis.

Guðjón Frans Halldórsson, Íslandsmeistari 15-16 ára, keppti nýverið á tveimur mótum sem eru hluti af Global Junior mótaröðinni, en bæði mótin voru haldin á Ítalíu. Guðjón Frans hreppti 2. sætið í báðum mótum, í seinna mótinu aðeins einu höggi […]

Hvað segir GKG-ingurinn Marinó Már?

GKG-ingurinn Marinó Már Magnússon býr í Garðabæ, elskar Pepsi max og golf, er enda með 5,3 í forgjöf og komst alveg niður í 1,9 þegar hann var sem duglegastur að æfa. Þessi golfsnillingur er ekkert síðri með myndavélina en hann er annar þeirra ljósmyndara sem eiga heiðurinn af öllu flottu […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram í gær og var fullt hús og mikil stemning. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og framúrskarandi árangur á tímabilinu. Pizzuveisla var í boði fyrir iðkendur.

Met var sett á árinu […]

Metár hjá GKG hvað varðar Íslandsmeistaratitla!

Það er óhætt að segja að nýliðið keppnistímabil hafi verið einstaklega gjöfult hvað varðar árangur okkar afrekskylfinga, en alls komu 14 stórir titlar á land!

Svona árangur gerist ekki af sjálfu sér og má nefna nokkra þætti sem skipta veigamestu máli, s.s.:

  • Áhugi, ástundun og metnaður kylfinganna sjálfra.
  • Markvisst barna-, unglinga- […]

Lokaúrslit í Liðakeppni GKG, Holukeppni og VITA mánudags

Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda „opið“ innanfélagsmót, Lokamótið“.  

Vegna leiðindaveðurs var lokamótinu sjálfu aflýst en úrslitin réðust í Liðakeppni GKG þegar Öldungarnir og Skotturnar létu vaða í óveðrinu og léku til þrautar. […]

Sara og Tómas tryggðu sér Nettóbikarana!

Nettó mótið sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 1.-3. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram 8.-10. júní en var frestað þar sem sumarið kom afskaplega seint í bæinn.

Alls tóku 120 keppendur þátt sem var haldið í fjórða sinn […]

Úrslit í Nettó Áskorendamótinu

Nettó Áskorendamótinu lauk í gær þar 61 keppandi spiluðu 9 holur á Mýrinni í blíðskaparveðri. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð GSÍ þar sem lagt er upp með að keppendur læri leikinn og hafi gaman af því að spila en mótaröðin er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangur fyrir unga kylfinga […]

Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG!

Meistaramót GKG í ár var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.

Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja […]

Go to Top