GSÍ stendur fyrir dómaranámskeiði næstkomandi laugardag 19. apríl og hefst það kl. 10:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (C-sal).

Námskeiðið er ókeypis og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að gerast héraðsdómarar að hafa samband við GSÍ sími 514-4050 eða senda email á arnar@golf.is og skrá sig á það.
Þátttakendur þurfa að vera búnir að skrá sig fyrir kl.12:00 föstudaginn 18. apríl.

Í dag eru skráðir 10 héraðsdómarar hjá GKG sem eru allt of lítið hlutfall miðað við að félagsmenn í GKG eru 1.600 talsins svo við hvetjum alla þá félaga sem áhuga hafa á dómarastörfum að nýta þetta tækifæri og sækja um dómaranámskeiðið.

Landsdómaranámskeið verður svo haldið 3. maí ef þátttaka verður nægjanleg í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.