Þeir félagar Derrick og Úlfar munu sinna afreksfólki á öllum aldri, unglingum sem og almennum kylfingum klúbbsins. Þá munu þeir í sameiningu alfarið stjórna Golfskóla GKG sem settur var á laggirnar á síðasta ári með það fyrir augum að halda utan um öll kennslu-, námskeiðs- og þjálfunarmál undir einum hatti á faglegum grunni.

Þær æfingaáæltlanir sem settar voru upp í haust af unglinganefnd munu verða nýttar óbreyttar og ekki gert ráð fyrir að neinu verði breytt þar. Þó munu þeir að sjálfsögðu koma inn með sína fersku strauma og áherslur eins og vænta má.

Derrick og Úlfar munu vera ráðgefandi í þeim framkvæmdum sem standa til við gerð nýs æfingasvæðis og munu framkvæmdir við það hefjast væntanlega strax á nýju ári.

Stjórn GKG fagnar þessum samningum við þessa fagmenn og horfir með tilhlökkun til þeirra verkefna sem framundan eru hjá klúbbnum. Framtíðin er björt og skemtilegir tímar á næstu grösum fyrir alla félagsmenn klúbbsins og starfsmenn.