Ákveðið hefur verið að endurvekja öldungastarf GKG aftur, en það hefur legið í nokkrum dvala undanfarin ár.
Ætlunin er að öldungar klúbbsins hittist og leiki golf saman regluega, t.d. einu sinni í viku. Stundum yrðu mót og ef vel gengur jafnvel farið og spilað á öðrum völlum. Stefnt er að því að hrista hópinn saman og fyrst og fremst að öldungar klúbbsins geti kynnst hvor öðrum og haft gaman af golfinu saman.
Fyrsti spiltíminn saman verður næstkomandi miðvikudag þann 18. júní frá 09:30-12:00 á Mýrinni. Hægt er að skrá sig á rástíma með því að hringja í síma 897-7773.
Umsjónarmaður öldungastarfsins verður í ár Reynir Guðsteinsson og eru áhugsamir öldungar hvattir til að hafa samband við hann í síma 554-2670, 898-2212 eða senda póst á reyhel@hive.is.