Sveitakeppni öldunga sem staðið hefur yfir frá því á fimmtudag lauk í dag. Bæði karla og kvennasveitirnar stóðu sig betur en nokkurn tíma áður og er það gleðiefni.

Kvennaliðið stóð sig vel og lauk keppninni með sigri á sveit GA 2-1 og tryggðu sér þar með 7. sætið eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir sveit GO.

Karlaliðið sigraði bæði sveit GV (3,5 – 1,5) og sveit GS (3 – 2) til þess að tryggja sér 5. sætið eftir að hafa verið í 7. sæti eftir höggleikinn fyrsta daginn.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki.