Elísabet Ágústsdóttir, Hlynur Bergsson og Sigurður Arnar Garðarsson, ungir afrekskylfingar úr GKG, hefja lokahringi sína í sterkum mótum í dag. Elísabet keppir á Hurricane Tour mótinu á Orange County vellinum í Orlando, Hlynur keppir á Junior Orange Bowl boðsmótinu, en það er haldið á Biltmore vellinum í Miami. Loks keppir Sigurður á American Junior mótinu í St. Augustine, ásamt Evu Björnsdóttur og Sögu Traustadóttur úr GR. Öll mótin eru afar glæsileg og sterk mót.
Elísabet hefur ekki náð sér á strik og lék á 88-85 og er í 17. sæti fyrir lokahringinn í flokki 15-18 ára stúlkna. Staðan í mótinu.
Hlynur hefur leikið fyrstu þrjá hringina á 74-79-74 og er í 32. sæti fyrir lokahringinn. Staðan í mótinu.
Sigurður lék á 82-81 og er í 28. sæti fyrir lokahringinn. Leikið er í einum flokki 19 ára og yngri, en Sigurður er aðeins 13 ára. Staðan í mótinu.
Þetta eru glæsilegir fulltrúar Íslands og GKG!

