Íslandsmótið í holukeppni 2019 á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur um helgina.

Úrslitin réðust á sunnudag þar sem að sjö Íslandsmeistarar í holukeppni voru krýndir:

Piltar 19-21 árs

  1. Sverrir Haraldsson, GM
  2. Elvar Már Kristisson, GR
  3. Henning Darri Þórðarson, GK
  4. Lárus Garðar Long, GV

Frá vinstri: Einar Snæbjörnsson frá GSÍ, Henning Darri, Sverrir, Elvar Már og Helgi Dan Steinsson úr mótstjórn GG.

Piltar 17-18 ára

  1. Kristófer Karl Karlsson, GM
  2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
  3. Ingi Þór Ólafsson, GM
  4. Jón Gunnarsson, GKG

Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Ingi Þór, Kristófer Karl, Tómas og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG.

Stúlkur 17-18 ára

  1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
  2. Ásdís Valtýsdóttir, GR
  3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
  4. María Björk Pálsdóttir, GKG
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ; Ásdís, Jóhanna Lea, Andrea Ýr og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG.

Drengir 15-16 ára

  1. Böðvar Bragi Pálsson, GR
  2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG
  3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
  4. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Dagur Fannar, Böðvar Bragi, Bjarni Þór og Helgi Dan Steinsson úr mótstjórn GG.

Telpur 15-16 ára

  1. Eva María Gestsdóttir, GKG
  2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR
  3. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
  4. María Eir Guðjónsdóttir, GM
  5.  
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Nína Margrét, Eva María, Katrín Sól og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG.

Stelpur 14 ára og yngri

  1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  2. Helga Signý Pálsdóttir, GR
  3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
  4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson, Fjóla Margrét, Perla Sól, Helga Signý og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG.

Strákar 14 ára og yngri

  1. Markús Marelsson, GKG
  2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA
  3. Veigar Heiðarsson, GA
  4. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
  5.  
Frá vinstri: Einar Ásbjörnsson frá GSÍ, Veigar, Markús, Skúli og Helgi Dan Steinsson frá mótstjórn GG.

Allar upplýsingar um rástíma og stöðu má nálgast hér:

Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti samkvæmt reglugerð um mótið. Á fyrsta keppnisdeginum var leikinn höggleikur sem flokkast sem forkeppni. Úr forkeppninni fóru áfram þeir 16 keppendur í hverjum flokki sem hafa lægst skor.

Mjög góð þátttaka er í Grindavík en alls eru 132 keppendur skráðir til leiks.

GKG er með flesta keppendur eða alls 30 og GR er með 27. Alls koma keppendur frá 11golfklúbbum.

GKG 30
GR 27
GK 19
GM 14
GA 12
GL 7
GS 6
GOS 5
GV 5
1
GSS 1

Röðun í sæti skal fara eftir skori, sá sem hefur lægst skor fær nr. 1 í holukeppninni, næstlægsta skor nr. 2 og svo framvegis. Ef keppendur eru jafnir eftir forkeppnina ákvarðast röð þeirra eftir síðustu 9 holur, ef enn er jafnt þá skal varpa hlutkesti um röð.

Holukeppni:

Á fyrsta degi var leikinn höggleikur og komust 16 efstu áfram í holukeppnina. Á öðrum degi skal leika fyrst 16 manna holukeppni og síðan 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast.

Á þriðja degi skal leika 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast og síðan skal leikið til úrslita, bæði um 3. sætið og um 1. sætið.

Allir leikir í holukeppninni voru 18 holur.

Í 16 manna úrslitum leikur leikmaður með lægsta skor í höggleiknum við leikmanninn sem varð í 16. sæti, leikmaðurinn með næst lægsta skorið við leikmanninn sem varð í 15. sæti o.s.frv. Sjá viðauka II.

Ef keppendur í tilteknum flokki eru 8 eða færri er 16 manna úrslitum sleppt og keppendur fara beint í 8 manna úrslit.