Úrslitin réðust á sunnudag þar sem að sjö Íslandsmeistarar í holukeppni voru krýndir:
Piltar 19-21 árs
- Sverrir Haraldsson, GM
- Elvar Már Kristisson, GR
- Henning Darri Þórðarson, GK
- Lárus Garðar Long, GV
Piltar 17-18 ára
- Kristófer Karl Karlsson, GM
- Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
- Ingi Þór Ólafsson, GM
- Jón Gunnarsson, GKG
Stúlkur 17-18 ára
- Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
- Ásdís Valtýsdóttir, GR
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
- María Björk Pálsdóttir, GKG
Drengir 15-16 ára
- Böðvar Bragi Pálsson, GR
- Dagur Fannar Ólafsson, GKG
- Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
- Finnur Gauti Vilhelmsson, GR
Telpur 15-16 ára
- Eva María Gestsdóttir, GKG
- Nína Margrét Valtýsdóttir, GR
- Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
- María Eir Guðjónsdóttir, GM
Stelpur 14 ára og yngri
- Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
- Helga Signý Pálsdóttir, GR
- Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
- Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR
Strákar 14 ára og yngri
- Markús Marelsson, GKG
- Skúli Gunnar Ágústsson, GA
- Veigar Heiðarsson, GA
- Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Allar upplýsingar um rástíma og stöðu má nálgast hér:
Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti samkvæmt reglugerð um mótið. Á fyrsta keppnisdeginum var leikinn höggleikur sem flokkast sem forkeppni. Úr forkeppninni fóru áfram þeir 16 keppendur í hverjum flokki sem hafa lægst skor.
Mjög góð þátttaka er í Grindavík en alls eru 132 keppendur skráðir til leiks.
GKG er með flesta keppendur eða alls 30 og GR er með 27. Alls koma keppendur frá 11golfklúbbum.
GKG | 30 |
GR | 27 |
GK | 19 |
GM | 14 |
GA | 12 |
GL | 7 |
GS | 6 |
GOS | 5 |
GV | 5 |
GÍ | 1 |
GSS | 1 |
Röðun í sæti skal fara eftir skori, sá sem hefur lægst skor fær nr. 1 í holukeppninni, næstlægsta skor nr. 2 og svo framvegis. Ef keppendur eru jafnir eftir forkeppnina ákvarðast röð þeirra eftir síðustu 9 holur, ef enn er jafnt þá skal varpa hlutkesti um röð.
Holukeppni:
Á fyrsta degi var leikinn höggleikur og komust 16 efstu áfram í holukeppnina. Á öðrum degi skal leika fyrst 16 manna holukeppni og síðan 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast.
Á þriðja degi skal leika 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komast og síðan skal leikið til úrslita, bæði um 3. sætið og um 1. sætið.
Allir leikir í holukeppninni voru 18 holur.
Í 16 manna úrslitum leikur leikmaður með lægsta skor í höggleiknum við leikmanninn sem varð í 16. sæti, leikmaðurinn með næst lægsta skorið við leikmanninn sem varð í 15. sæti o.s.frv. Sjá viðauka II.
Ef keppendur í tilteknum flokki eru 8 eða færri er 16 manna úrslitum sleppt og keppendur fara beint í 8 manna úrslit.