Frétt af www.kylfingur.is

Eygló Myrra Óskarsdóttir, afrekskylfingur úr GKG, fór holu í höggi á Desert Springs vellinum á Spáni sunnudaginn 1.apríl. Hún náði draumahöggi allra kylfinga á 17. braut vallarins, sem er 135 metra löng. Hún notaði 6-járn við höggið. Með henni í holli á sunnudag voru Þórunn Día, systir hennar, og sænski atvinnukylfingurinn Christoffer Kenling. Systurnar úr Garðabæ voru að æfa með honum vikuna á undan. Christoffer hefur spilað með Heiðari Davíð Bragasyni á sænsku Telia mótaröðinni og eins með Birgi Leifi Hafþórssyni á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Við óskum Eygló innilega til hamningju með þetta draumahögg og vonum að þetta gefi tóninn fyrir góðu sumri hjá unglingum GKG.