14-15 ára flokkarnir hafa lokið leik á Akranesi. Eygló Myrra sigraði stúlknaflokkinn mjög örugglega, spilaði samtals á 254 höggum og endaði með 7 högga forystu á Berglindi Björnsdóttur úr GR sem varð í öðru sæti. Við óskum Eygló Myrru innilega til hamingju með þennan titil.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði í drengjaflokknum, spilaði á 236 höggum en aðeins munaði einu höggi á honum á Andra Má Óskarssyni frá GHR. Helgi Ingimundarson spilaði best okkar manna í þessum flokki, var á 245 höggum og endaði í 8.sæti.
Röð efstu manna í þessum flokkum var eftirfarandi:

Telpur 14-15 ára:
1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GKG, 78-86-90: 254
2. Berglind Björnsdóttir, GR, 86-83-92: 261
3. Jódís Bóasdóttir, GK, 88-88-87: 263

Drengir 14-15 ára:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, 74-76-85: 236
2. Andri Már Óskarsson, GHR, 78-78-81: 237
3. Theodór Sölvi Blöndal, GO, 80-77-82: 239