Eygló Myrra sigraði í dag meistarflokk kvenna á meistaramóti GKG og er þar með klúbbmeistari GKG 2006. Hún spilaði hringina 4 á samtals 330 höggum og vann Maríu Málfríði Guðnadóttur með 4 höggum en María vann í fyrra. Ingunn Gunnarsdóttir varð í þríðja sæti á 342 höggum og síðan Guðfinna Halldórsdóttir í 4. sæti á 356 höggum en hún vann árið 2004. Við óskum Eygló innilega til hamingju með glæsilegan árangur.