Eygló Myrra Óskarsdóttir hefur þegar tryggt sér stigameistaratitilinn á KB-bankamótaröð unglinga árið 2006. Eygló sem hefur hlotið 644,54 stig á mótaröðinni hefur 244,52 stiga forystu á næsta keppanda fyrir lokamótið. Þetta er glæsilegur árangur hjá Eygló Myrru sem keppir í flokki 14 – 15 ára telpna.