Þá er komið að vorfundi okkar í GKG. Á vorfundinum er alla jafna vel mætt og í ár er mikið framundan. Stjórn klúbbsins hefur unnið gríðarlega mikið starf í því að þoka byggingamálum á réttar brautir ásamt því sem tilkynnt verður um opnun vallanna okkar. En eins og félagsmenn og aðrir vita verða 27 holur í boði í sumar fyrir kylfinga. Félagsfundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag 2. maí kl. 20:45 í golfskálanum.

Dagskrá fundarins:

    • Opnun vallarins
    • Hugmyndir um nýbyggingar
    • Vinnudagur, hverjir spila fyrstir völlinn í ár
    • Önnur mál

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og fræðast um málefni klúbbsins.