Guðmundur Oddson formaður GKG kynnti efni fundarins ásamt því að útskýra nýtt kynningamyndband GKG og gat þess að allir bæjarfulltrúar í Garðabæ og Kópavogi hefðu fengið afrit af því ásamt greingerð um æfingasvæði. Í kjölfarið var kynningamyndband GKG sýnt við mikinn fögnuð viðstaddra.
Landleigumálið
Formaður kynnti hvað væri að gerast í þeim efnum en gat þess að bæjarstjórinn í Garðabæ hefði beðið klúbbinn um að sýna þolinmæði í þeim efnum þar sem viðræður væru í gangi á milli Garðabæjar og ríkisins og væri hann vongóður um að þetta mál myndi leysast farsællega.
Viðræðunefnd við Sveitafélögin
Formaður kynnti fyrir félagsmönnum starfandi nefnd sem væri í viðræðum við sveitafélögin um byggingu æfingahúss og staðsetningu skála ásamt áframhaldandi aðstoð við framtíðaruppbyggingu klúbbsins. Guðmundur formaður lýsti því jafnframt yfir að viðræður gengu vel fyrir sig og lausn væri í sjónmáli sem væru mikil gleðitíðindi fyrir félagsmenn GKG.
Æfingahús og æfingasvæði
Áætlaður kostnaður við lagfæringu æfingasvæðis og gerð æfingahúss er um 140 milljónir. Guðmundur formaður sagði að viðræður við fulltrúa bæjarfélaganna vegna þessa máls gengju vel og væri í góðum farvegi. Hann vonaðist til þess að loka samningum sem fyrst þannig að hægt væri að byrja á uppbyggingu æfingasvæðisins strax í haust 2006. Enn á þó eftir að gera lokateikningar af æfingasvæðinu en í það verður farið þegar samningar hafa tekist.
Félagsmaður, spurðu hvort það væri búið að hugsa út staðsetningu og aðgengi milli skála og æfingahúss?
Guðmundur sagði að æfingasvæði yrði á sama stað en ljóst væri að skáli yrði ekki í Kópavogi og ekki væri ljóst hvar hann yrði í Garðabæ. Hann minntist einnig á það að samninganefndin hafi tekið þá ákvörðun að leggja höfuð áherslu á byggingu æfingahúss.
Félagsmaður, spurði hvort búið væri að skipuleggja æfingasvæðið /æfingahúsið?
Gunnlaugur fór yfir nokkur atriði varðandi þetta verkefni, stærð ca.1000 fm2, tvær innanhúspúttflatir, innanhúss glompur, fjölgun bása utanhúss. Enn á eftir að fara í nákvæma teikningu á húsinu og æfingasvæðinu sjálfu.
Félagsmaður benti á að erfitt væri að fá bæjaryfirvöld til þess að samþykkja flóðlýsingu sem snúa ætti að byggð í Hnoðraholti við æfingasvæði. Hann benti á að flytja æfingasvæðið við núverandi bílastæði eða í austanvert holtið þar.
Guðmundur þakkaði gott innlegg í umræðu sem ber að skoða.
Félagsmaður tók aftur til máls og bað félagsmenn um að vera einhuga í því að fá skálasvæði í námunda við núverandi 3. flöt í austanverðu Hnoðraholti.
Guðmundur formaður tók vel undir það og hvatti félagsmen um að sýna samstöðu í þessu máli og viðra málið við sveitarstjórnarmenn í sýnum bæjarfélögum.
Framkvæmdir á vellinum í vetur og vor
Guðmundur formaður fór yfir hinar ýmsu framkvæmdir sem hafa verið í gangi í vetur og væru framundan.
• Ný flöt á 15.holu hefur verið byggð
• Búið er að stækka flöt á 3. holu
• Verið er að leggja lokahönd á sjálfvirkt vökvunarkerfi á allar flatir sem tekið verður í notkun í sumar.
• 20 fm2 móttökuskáli sem verður staðsettur við núverandi skála og mun hýsa alla skráningarstarfsemi og söluvarning klúbbsins.
• Gróðursetning á 25 stk. af stórum öspum 12 – 14 metra háum við 13 teig.
• Búið er að semja við veitingamann um áframhaldandi rekstur veitingasölu í sumar.
• Minntist á sjálfboðaliðsdag sem er framundan
Félagsmaður spurði hvort eitthvað væri búið að skjóta á gæs?
Jóhann Gunnar framkvæmdastjóri svaraði því til að búið væri að skjóta eitthvað síðustu vikur en nú væri ekki lengur leyfilegt að skjóta gæsina en að gasbyssa yrði eitthvað notuð til þess að stugga við henni í kjölfarið.
Félagsmaður spurði hvernig miðaði í samstarfssamningum við aðra velli?
Jóhann Gunnar framkvæmdastjóri sagði að því miðaði vel og búið væri að klára samninga við nokkra klúbba en aðrir á lokastigi. Einhver breyting verður á þeim klúbbum sem samstarf verður við sumarið 2007. Áfram verða þó helmingsafslættir fyrir félagsmenn hjá golfklúbbunum í Sandgerði, Grindavík, Borgarnesi og Bakkakoti eins og verið hefur.
Félagsmaður spurði hvenær félagskírteini kæmi út í ár, auk þess sem hann spurðist fyrir um félagafjölda og hver hann gæti orðið.
Jóhann Gunnar framkvæmdastjóri sagði félagsskírteinin vera að fara í prentun um mánaðarmótin og vonaðist til þess að koma félagsskírteinum út um miðjan apríl. Þá ræddi Jóhann Gunnar aðeins félagafjölda og sagði að með núverandi skipulagi vallarins þar sem einungis væri ræst út á 2. teigum þá sæi hann ekki fyrir sér fjölgun umfram það sem ákveðið hefur verið af stjórn, þ.e. 1.600 manns. Komi hinsvegar til færsla á skála í námunda við Leirdalsvöllinn þannig að hægt verði að ræsa út á þremur teigum samtímis liti málið allt öðru vísi út og hann sæi þá fyrir sér mögulega fjölgun í 1.800 til 2.000 félagsmenn á næstu árum. Þetta ætti hinsvegar allt eftir að koma í ljós við frekari viðræður við bæjaryfirvöld.
Sigurður Hlöðversson formaður skemmtinefndar stóð upp og kynnti Herrakvöld GKG sem haldið verður þann 21. apríl nk.og benti félagsmönnum á að uppselt hafi verið á síðasta ári.
Bergþóra Sigmundsdóttir formaður kvennanefndar stóð upp og kynnti Rauðvínskvöld Kvenna þann 28. apríl nk.
Félagsmaður spurðu um skipulagningu á Leirdalnum þ.e.a.s. hvort hann yrði hluti af gamla vellinum eða aðskildar 9 holur. Einnig hrósaði hann kynningamyndabandi GKG.
Jóhann Gunnar lýsti skipulagi vallanna miðað við að leikur hæfist þar sem núverandi skáli er. þ.e.a.s. að leikur hæfist á 1. teig við núverandi skála síðan yrðu spilaðar fyrstu 3 holurnar á núverandi svæði og síðan væri farið uppí Leirdal og leiknar 9 holur þar og síðan leikið heim að skála eftir 5, 15, 16, 17 og síðan 18 holu.. Hinar 9 holurnar (þ.e. í leikröðinni 10,11,12,13,14,6,7,8 og 9) verða á meira jafnsléttu og léttari á fótinn. Ef skálinn flyttist hinsvegar á mót vallanna í Hnoðraholt sæi hann fyrir sér að hægt væri að ræsa út á þremur teigum í einu á þrjá 9 holu hringi með þremur lokaholum við skálann.
Guðmundur formaður boðaði að lokum til annars félagafundar í apríl, nánar auglýstur síðar að því búnu sleit hann fundi.