Á þessum fundi gefst kjörið tækifæri til þess að spyrjast fyrir og fá svör við hinum fjölmörgu spurningum sem kastað hefur verið á milli manna undanfarið. Stjórn og framkvæmdastjóri munu vera til staðar til þess að svara áhugasömum félagsmönnum um hvað sem þeim hugnast að fá svör við. Það er von okkar að þessi fundur geti gefið stjórnendum klúbbsins enn betri innsýn í þær væntingar sem félagsmenn hafa varðandi framtíðina og þjappi okkur félögunum betur saman á eftir. Auk þess er þetta kjörinn vetvangur fyrir stjórn klúbbsins að kanna hvort þær hugmyndir sem uppi eru varðandi þessi mál samræmist hugmyndum félagsmanna.
Eins og áður hefur komið fram er skemmtilegt tímabil framundan í Leirdal og byggingamál hafa einnig verið ofarlega á lista núverandi stjórnar.
Helstu mál sem væntanlega verða rædd á fundinum eru
· Félagsheimili GKG
· Æfingasvæði GKG
· Leirdalur
Við viljum því hvetja alla félagsmenn til að koma hér í skálann á fimmtudagskvöldið 16. mars til þess að sýna sig og sjá aðra og fá vitneskju og svör við þeim spurningum sem kunna að vakna.