Félagsskírteinin eru nú komin í hús og verða send til allra félagsmanna sem staðið hafa skil á félagsgjöldum sínum fyrir árið 2007. Skírteinin verða send út á allra næstu dögum og ættu því að berast félagsmnönnum fyrir vikulokin.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa gert upp félagsgjöld sín eru beðnir um að gera það nú þegar þar sem lokað verður fyrir skráningu inni á golf.is þeirra sem ekki hafa greitt þann 1. júní n.k.
Eins og undanfarin ár er það Örn Smári Gíslason sá hinn sami og hannaði nýtt merki GKG á sínum tíma sem hannar félagsskírteinið og pokamerkin. Nýjir styrktaraðilar eru á félagsskírteinunum að þessu sinni. Golfbúðin í Hafnarfirði býður öllum félagsmönnum GKG 10% afslátt af öllum golfvörum í búðinni sinni með framvísun félagsskírteinisins. Þá hefur Glitnir banki gert stórann samning við GKG og mun auglýsa á öllum pokamerkjum ásamt því að þeir verða áberandi á vellinum í sumar og næstu sumr.