Fimm kylfingar úr GKG keppa á Global Junior móti í Svíþjóð

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Fimm kylfingar úr GKG keppa á Global Junior móti í Svíþjóð

Fimm kylfingar úr GKG keppa á Global Junior móti í Svíþjóð

Fimm kylfingar úr meistaraflokki GKG hófu keppni í dag á Swedish Junior Classic sem er hluti af Global Junior mótaröðinni. Mótið er haldið 4.-6. ágúst á Uppsala golfvellinum í Söderby.

Þeir Gunnar Blöndal Guðmundsson, Hlynur Bergsson, Ingi Rúnar Birgisson, Jón Arnar Sigurðarson og Ragnar Áki Ragnarsson hófu leik í dag. Einnig var Henning Darri Þórðarson úr Keili skráður til leiks en þurfti að hætta keppni.

Hlynur lék best okkar manna og var á 75 höggum (+2) sem er 6. sæti eftir fyrsta daginn.

Nánari upplýsingar um stöðuna er að finna hér.

Við óskum þeim góðs gengis í mótinu!

 

By |04.08.2017|