Firmakeppni GKG 2007 fór fram í dag í miklu roki. Kylfingar létu það þó ekki á sig fá heldur mættu í boði hinna ýmsu fyrirtækja og reyndu fyrir sér í Texas Scramble á Leirdalsvelli GKG. Alls mættu 39 lið til leiks og enduðu eftirfarandi fimm í verðlaunasæti:
1. Ófeigur Hólmsteinsson og Magnús Karlsson , 65 högg nettó, fyrir BM-Vallá
2. Gunnar Guðjónsson og Magnús Arnarsson, 67 högg nettó, fyrir Háfell
3. Kjartan Guðjónsson og Starkaður Sigurðarson, 68 högg nettó (32 á seinni), fyrir Securitas
4. Karl V Grétarsson og Gísli Guðbjörnsson, 68 högg nettó (35 á seinni), fyrir Hópbíla
5. Þorvarður Óskarsson og Gunnar Ásgeirsson, 69 högg nettó, fyrir Toyota
Þessir hlutu nándarverðlaun:
2. hola: Ragnar Þorsteinsson, 3,58 m
4. hola: Magnús Karlsson, 8,52 m
9. hola: Helgi Birkir Þórisson, 7,17 m
11. hola: Gunnar Árnason, 1,55 m
17. hola: Helgi Birkir Þórisson, 1,25
Allir verðlaunahafar voru ríkulega verðlaunaðir af Íslensk-Ameríska og ZO-On, en í þessi fyrirtæki gáfu t.d nýjasta driver-inn frá Titleist, glæsilega Scotty Cameron púttera og vandaða regngalla. Kann GKG þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir aðstoðina. Verðlaunahafa geta nálgast verðlaun sín í næstu viku hjá Ingigerði skrifstofustjóra GKG.
GKG vill þakka öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og hlökkum við til að sjá kylfinga aftur að ári!