Fjóla Rós Magnúsdóttir og Tómas Jónsson sigruðu í Áramóti GKG sem haldið var í Trackman hermunum núna á gamlársdag. Leiknar voru seinni níu á Leirdalsvellinum.
Flott þátttaka var í mótinu en alls tóku 47 þátt. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og 65 ára og eldri.
Efstu sætin skipuðu eftirfarandi:
Opinn flokkur
- sæti Fjóla Rós Magnúsdóttir 28 punktar. 5 skipta klippikort í hermana + kassi af Pepsi
- sæti Magnús Bjargarson 23 punktar. 2×60 mín kort í hermana
- sæti Embla Hrönn Hallsdóttir og Ásta Ólafsdóttir 22 punktar. 60 mín kort í hermana
65 ára og eldri
- sæti Tómas Jónsson 22 punktar. 5 skipta klippikort í hermana + kassi af Pepsi
- sæti Ágústa Guðmundsdóttir 19 punktar. 2×60 mín kort í hermana
- sæti Svandís Bjarnadóttir 19 punktar. 60 mín kort í hermana
Ágústa var með betri árangur á seinustu 6 holunum og hlýtur því 2. sætið
Nándarverðlaun 60 mín kort í hermana voru veitt fyrir næstur holu á 11. og 17. holu.
Opinn flokkur
11. hola Fjóla Rós Magnúsdóttir.
17. hola Ásta Kristín Valgarðsdóttir
65 ára og eldri
11. hola Tómas Jónsson
17. hola Halldór Snæland
Hægt er sjá úrslit allra keppenda hér. Tekið skal fram að nauðsynlegt var að hafa löglega Trackman forgjöf til að leika til verðlauna (2 hringi í kerfinu).
Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og óskum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það gamla.
Kær kveðja,
Staffið

Fjóla Rós, til hægri á myndinni átti sannkallaðan draumahring. Til hamingju! Með henni á myndinni er Ásta Kristín formaður mótanefndar GKG.