Fjórir ungir og efnilegir kylfingar úr GKG tóku nýverið þátt á móti á Global Junior Golf mótaröðinni. Mótið fór á Flamingos Golf vellinum á Villa Padierna á Malaga á Spáni.
Kylfingarnir sem tóku þátt voru Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason en þeir æfa allir af kappi undir handleiðslu þjálfara í GKG.
Arnar Daði, sem er fæddur árið 2009, og er því á 15. ári, lék í U-18 ára flokki pilta og þar var hann í efsta sæti fyrstu tvo dagana – og endaði í þriðja sæti. Hann lék hringina á 71-70 og 76 höggum.
Benjamín, Stefán og Arnar Heimir léku í piltaflokki U14 ára og þar enduðu þeir í 6., 7. og 8. sæti
Til hamingju með flottan árangur!