Sigurður Arnar náði bestum árangri en hann endaði í 4. sæti í sínum aldursflokki sem er 14 ára. Sigurður lék hringina þrjá á 7 höggum yfir pari sem er flottur árangur hjá stráknum. Kjartan Óskar lék ekki mikið síðra golf en hann lék hringina þrjá á 16 höggum yfir pari og endaði í 11. sæti í sama flokki.
Flosi Valgeir lék hringina þrjá á 23 höggum yfir pari og endaði jafní 19. sæti í flokki 13 ára pilta. Elísabet Ágústsdóttir lék hringina þrjá á 39 höggum yfir pari og endaði í 7. sæti í flokki 15-18 ára stúlkna.
Lokastöðuna í mótinu er hægt að sjá hér.
Heimild: kylfingur.is