Við kylfingar þurfum ekki að óttast ellina því samkvæmt útreikningum okkar, þá heldur forgjöf öldungaflokks áfram að lækka fram eftir öllum aldri eins og sjá má á leitnilínu á meðfylgjandi línuriti (græna þykka línan). Á línuritinu sést að meðalforgjöf kvenna er örlítið hærri en meðalforgjöf karla. Toppinum virðast konurnar ná við 84 ára aldurinn og er þá forgjöf þeirra örlítið betri en hjá körlunum eða 24,3. Karlarnir virðast hins vegar toppa við 89 ára aldurinn en meðalforgjöfin í þeim aldurshópi er 14,9.

Ætli það sé samt ekki rétt hjá okkur að geta þess að fjöldi kylfinga á þessu aldursbili er mjög takmarkaður og þar af leiðandi eru skekkjumörkin umtalsverð … það mikil að fræðimenn myndu væntanlega hrista hausinn yfir þessari túlkun okkar á framangreindri tölfræðistaðreynd. Hitt er svo annað að vísindamenn í Svíþjóð komust að því eftir að hafa rannsakað 300 þúsund sænska kylfinga að þeir lifa að jafnaði 5 árum lengur en aðrir og því lægri sem forgjöfin er því öruggari er maður á langlífi.

Lífið er því ljúft og langt hjá okkur kylfingum … og nú styttist í að við komumst út á völl til að vinna að framangreindum markmiðum …  því vorið er handan hornsins ?