Guðmundur Oddsson formaður GKG gerði sér lítið fyrir nú á dögunum og sló draumahöggið þegar hann fór fjórðu brautina í Leirdalnum á holu í höggi. Fyrr um daginn hafði hann dregið fram golfbolta og derhúfu sem hann fékk í gjöf frá afabarni sínu og nafna. Bæði boltinn og húfan eru kyrfilega merkt liði þeirra í enska boltanum. Óneitanlega kryddar sú staðreynd viðburðinn og blasti Chelsea merkið við formanninum þegar hann teigði sig eftir boltanum. Óskum við Guðmundi innilega til hamingju með draumahöggið!

bolti hole in one