Við minnum á fóstrakerfið sem við kynntum í seinasta fréttabréfi.

Okkar markmið með vellina okkar er að koma þeim í fremstu röð í Evrópu. Við stefnum þangað ótrauð en lykill að þeirri vegferð er góð umgengni þeirra sem leika vellina. 

Leitum að boltaförum og gerum við þau!
Mikið er af óviðgerðum boltaförum á flötum og líkleg skýring er að kylfingar einfaldlega gleyma að líta eftir þeim til að gera við þau. Hjálpumst að og gerum við þau boltaför sem við sjáum, upplagt að nýta tímann meðan meðspilarar eru að pútta. 
Það er krafa okkar að flatargaffall sé í vasa kylfinga og sé notaður óspart.

Hér er myndband með leiðbeiningum hvernig best er að gera við boltaför á flötum. 

Leggjum torfusnepla í kylfuför á brautum!
Torfusneplar á víð og dreif er sorglegt að sjá. Leggjum þau í sár og þjöppum vel niður með fætinum, það er ekki flókið.

Tökum braut í fóstur! 
Völlurinn er eign okkar félagsmanna og saman náum við að auka gæðin enn frekar með því að líta eftir og laga það sem betur má fara. 
Að fóstra braut þýðir að félagsmaður gefur einni braut á Leirdalsvelli og Mýrinni alveg sérstakan gaum og hugsar um hana af mikilli alúð. Það þýðir þó ekki að fólk sé “stikkfrítt” á öllum hinum, við göngum vel um alls staðar að sjálfsögðu.

Verkefni á þeirri braut sem félagsmaður fóstrar eru m.a.:
•    Líta eftir og gera við öll boltaför sem sjást, þó án þess að tefja leik.
•    Leggja torfusnepla í sár eftir kylfuför.
•    Tína upp rusl.
•    Henda tíum í kassana á teigum.
•    Raka og setja hrífurnar í glompur, þvert á höggstefnu.

Hver er þín braut?
Við ætlum að notast við nöfn félagsmanna samkvæmt kerfinu sem sést á myndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og fyrr segir er það lykilatriði til að auka gæðin að félagsmenn geri sitt allra besta í umgengni vallana og vonumst við eftir góðum viðtökum ykkar. 
Með kærri kveðju, 
Staffið