Heil og sæl kæru GKG félagar
(fyrir neðan er hægt að lesa enskan texta frá Kate)

Veðrið í júlí hefur verið jákvætt gagnvart vexti og endurheimt grassins á völlunum okkar. Vallarteymið hefur staðið sig vel á þessum annasama tíma en mörg viðfangsmikil verkefni hafa verið framkvæmd, s.s. Meistaramótið og nokkur mót með shotgun ræsingu. Það má segja að við séum hálfgerðar náttuglur. Hafa ber í huga að meirihluti vallarstarfsfólks er einungis hjá okkur yfir sumarið og þurfa þau að læra mikið og tileinka sér margvíslegar vinnuaðferðir á stuttum tíma.

Ég horfi þetta sumar með miklu þakklæti og átta mig á að það er ekki auðvelt viðfangsefni að setja saman samstillt teymi hvert sumar sem vinnur skipulega með samstæðum hætti. Sameiginlegt markmið okkar er að auka heildargæði vallanna ár frá ári.

vallarstaff3
vallarstaff2
husqvarnarobot
vallarstaff1

Myndirnar eru lýsandi fyrir vætutíðina í júlímánuði!

Kynning á sumarstarfsfólki

Sindri, Jón, Hulda, Hrafn H, Ingvar, Bjarki, Guðrún, Hrafn S, Bensi, Alex, Sólon, Örvar. Þau taka að sér margvísleg verkefni, s.s. að raka glompur, taka holur, áburðargjöf, slá glompukanta með flymo sláttuvél, snyrting trjáa, völtun og yfirsáning flata, sláttur flata, teiga, forflata, brauta, kragakarga, karga og götun. Þau þurfa að tileinka sér mörg þessara verkefna, oft sama daginn og gera það með miklum sóma. Án sumarstarfsfólks gætum við ekki áorkað jafn miklu og náð þeim góða árangri sem raun ber vitni.

Nýjungar í tækjaflotanum

Husqvarna EPOS 550 slátturóbot. EPOS stendur fyrir Exact Positioning Operating System. Þetta er nýjasta græjan í flotanum okkar. Hér eru nokkrar upplýsingar um sláttuvélina:

  • 10mm – 60mm sláttuhæð sem hægt er að stilla með fjarstýringu.
  • Hnitað sláttusvæði sem getur verið allt að 10.000 fermetrar.
  • Kolefnislaust ferli jafnt í slætti sem og hleðslu
  • Husqvarna EPOS vegur 13.6kg meðan Toro 4500 vegur 2500kg 
  • Fimm sláttuhnífar með snúningsgetu.
  • Við nefnum slátturóbotana Viktor, Óskar og Kate. Við stefnum að því að fjölga í róbóta fjölskyldunni.

Kylfingar hafið í huga varðandi slátturóbotana

Það eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga svo samstarf kylfinga og slátturóbota gangi sem best:

  • Vinsamlegast snertið ekki tækin meðan þau eru að vinna eða stöðvuð. Tækin eru gædd viðvörunarbúnaði og bregðast við ef það er verið að hreyfa við þeim. Ef það er komið við tækin þá stoppa þau og fara ekki af stað fyrr en við endurræsum. Snertið ekki tækin.
  • EPOS 550 tækin nota snjalltækni til að finna hleðslustöðvar sínar sem eru við klúbbhúsið. Eftir hleðslu halda róbótarnir aftur til vinnu. E.t.v. sérðu tækin ferðast á stígum við klúbbhúsið nálægt æfingaflötinni.
  • Hafið ekki áhyggjur ef tækin festast. Boð berast strax til starfsfólks sem fær upplýsingar ef tækið er fast, óvirkt eða hefur verið átt við. Við munum hjálpa þeim í gang aftur.

Ég hlakka til að sjá ykkur út á velli í sumar.

Bestu kveðjur og heyrumst aftur í næsta mánuði.

Kate vallarstjóri GKG

 

 

 

Greenkeepers Corner July 

Good morning from the greenkeepers of GKG.  

July on course, has brought us some positive growing weather for recovery. The team have come together for a busy calendar. Including the Club Championships and a number of shot gun starts. We are almost nocturnal, it is important to remember our greenkeeping team is predominantly comprised of seasonal staff. Who learn on the job at the start of each season and leave us again heading into the winter months. 
It is with great thanks, I look to our 2024 team and recognize it is no mean feet to form a team each season and achieve uniformity and cohesion in those months. Moving towards our common goal of improving standards on course year on year.  

Seasonal Staff Introductions 

Sindri, Jón, Hulda, Hrafn H, Ingvar, Bjarki, Guðrún, Hrafn S, Bensi, Alex, Sólon, Örvar. From raking bunkers, cutting pin positions, fertilizing, flymowing bunker banks, strimming, rolling, overseeding greens, cutting greens, tees, foregreens, fairways, semi rough, rough and aerating. They turn their hands to anything often switching seamlessly between many rolls in a day and season. Without the assistance of our seasonal staff yearly we could not hope to achieve what we do.  

 

Things to look out for. 
Husqvarna EPOS 550 
Exact Positioning Operating System. Our newest members of the team.  Some facts on our mowers. 

  • 10mm – 60mm Cutting height. With the ability for height to be adjusted remotely.  
  • Designated cutting area’s that can cover up to 10,000m2 per area.  
  • Zero carbon output during all stages of its mowing and charging operations.  
  • Husqvarna EPOS Weight – 13.6kg  VS Toro 4500 Weight – 2500kg  
  • 5 Pivoting Cutting Razor Blades  
  • Our mowers are named, Viktor, Oskar and Kate. We are hoping to add to the team.  

Course Guidance For Our EPOS Staff 
For a happy cohesion between our new robotic members of staff, we have some helpful guidelines.  

  • Please do not touch the mowers, if they are cutting happily or stuck. They are alarmed and detect when they are being tampered with. This will also disarm them from working until we re set them. Please do not touch them.  
  • Transport paths, EPOS 550’s are using smart technology in which the mowers will take themselves to a charging point located near the clubhouse. They will return to work once charged. You may notice them traveling on paths around the clubhouse and putting green area. 
  • Do not panic if the new staff get stuck. Fear not, the key members of staff have access to live updates and we are aware they are stuck, inactive or have been tampered with. We are aware and will help them back on their way.  
     

I look forwards to seeing you all out on course for the remainder of the season. All the best and until next month. 
 
Kate, Head Greenkeeper GKG