Við báðum nýja vallarstjórann okkar um að segja okkur frá því sem unnið hefur verið að á vellinum undanfarið og hvers er að vænta á næstunni.
Neðar er hægt að sjá viðtalið á hennar tungumáli, enskunni.
Kæru GKG-ingar!
Sem nýr vallarstjóri okkar GKG-inga langar mig til að kynna mig formlega og vallarteymið okkar.
Hvaðan er Kate Stillwell?
Ég ólst upp í Sussex en fyrir fjórum árum síðan flutti ég rétt suður af London. Ég hef ferðast um allan heim og unnið við hin ýmsu mót en ávallt snúið aftur til Sussex eftir þau verkefni.
Aldur
32 ára.
Hvers vegna valdir þú golf sem framtíðarferil?
Ég ólst upp með fjölskyldu þar sem allt snerist um grasvallarfræði, bræður mínir og pabbi eru vallarstjórar á golfvöllum og ég hafði virkilega gaman af því. Útiveran, sjá mismunandi heimshluta og finna leiðir til að bæta vellina í mismunandi loftslagi. Svo heillar það mig að vinna með ólíku fólki í mismunandi menningarheimum.
Hvers vegna Ísland og GKG
Það eru margar ástæður fyrir því að Ísland varð fyrir valinu. Vallarstjórn erlendis hefur ávallt heillað mig. Vinna við krefjandi aðstæður þar sem þú ert alltaf að læra nýja hluti, finna lausnir við vandamálum, vinna í nýju fólki og búa til öflugt og árangursríkt teymi sem vinnur þétt saman.
Tækifærið að bæta vellina tvo til lengri tíma sem og þau stóru verkefni sem framundan eru. Langtímamarkið og krefjandi verkefni eru eitthvað sem heilla mig.
Hver er fyrsta reynsla þín af GKG.
Hversu vel félagsmenn og starfsfólk taka á móti mér.
Hvernig gengur að aðlagast nýjum aðstæðum?
Það vantar ekki bjartsýnina og áhugann. Vorið og sumarið eins og það hefur verið er væntanlega að gefa mér falska Öryggiskennd. Gummi og Óskar eru sífellt að minna mig á að veturinn eigi eftir að koma.
Einhver önnur áhugamál en golf?
Ég nýt þess að hjóla, hlaupa víðavangshlaup, spila badminton, hestreiðar heilla mig sem og klettaklifur, hindrunarhlaup. Almennt finnst mér gaman að vera úti og njóta þess sem veðrið býður mér upp á.
Teymið
Á vellinum erum við 17 manna teymi með fjölbreytta hæfileika og áhugamál. Við eigum það þó sameiginlegt að okkur hlakkar öllum til að hitta ykkur GKG-inga á vellinum í sumar.
Mjög svo annasamt tímabil hefur verið hjá okkur undanfarið, t.d. með Íslandsmóti eldri kylfinga og svo Meistaramótið í framhaldinu.
Í ljósi þess hefur mikil vinna átt sér stað undanfarið á brautum og flötum.
Brautir
Fjárfest var í sérstakri hrífu sem krafsar upp þæfislagið á brautum. Hrífan eykur vöxt og heilbrigði grassins með því að auðvelda vaxtarskilyrði plöntunnar. Dauð strá og jarðvegsleifar losna úr jarðveginum, þjöppun minnkar á yfirborðinu, grasið lyftist og loftflæði eykst.
Það er mikilvægt að hefja þetta ferli á réttum tíma. Ákjósanleg tímasetning er þegar efsta jarðlagið er rakt. Í þurrki gæti þessi aðferð valdið meiri skaða en gagn og valdið streitu sem grasplantan gæti hugsanlega ekki jafnað sig á. Ferlið við að raka brautir er tíma- og vinnufrekt. Ávinningurinn vegur hins vegar mun þyngra þar sem þið félagsmenn munið vonandi njóta betri brauta sem og keppendur í Íslandsmótinu.
Með öflugu teymi höfum við náð að klára þetta verkefni og erum nú komin í hefðbundna sláttur- og viðhaldsrútínu.
Flatir
Flatirnar hafa gengist undir minniháttar viðhaldsvinnu allt vortímabilið. Eflaust hefur það kostað einhverja röskun, en við erum þakklát fyrir þá þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur. Til að koma flötum í sem besta stöðu fyrir sumarið höfum við sandað flatirnar, beitt lóðskurði (e. verti-cutting) og burstun. Þessi vinna tekur tíma og árangurinn sést ekki strax en markmiðið er að bæta grunnþættina þ.e. gæði flata, rennsli bolta og hraðann.
Óvenjulegar merkingar á vellinum.
Hugsanlega hafið þið tekið eftir skrítnum merkingum í kringum flatir á báðum völlunum okkar. Þessar línur eru slátturlínur. Þessi samræming á sláttursvæðum hefur verið skilgreind af okkur starfsfólkinu og er hluti af því sem við viljum leggja meiri og betri áherslu á sem Teymi.
Með því að merkja út sláttursvæðin, bæta snúningsboga vökvunarkerfisins við forflatir og frjóvga veik slitsvæði náum við vonandi að auka upplifun ykkar GKG-inga á og við flatirnar.
Þangað til næst, gangi ykkur sem allra best í golfinu.
Kate,
Vallarstjóri GKG
Good morning from the greenkeepers at GKG.
As your new head greenkeeper I would like to formally say hello and introduce myself and the team.
The team
We are a 17 strong team of people with various skills and interests. We all look forwards to meeting you on course during the season.
As you are aware the season has been busy at the club. With the over 50’s National Championships and Club Championship coming up.
You may have noticed during the previous weeks, there has been some work being carried out to fairway and greens surfaces.
Fairways
By using the rake on fairways we encourage a healthy growing medium. A rake uses many actions to aid growing conditions. Removing thatch and debris from the surface, breaking up surface level compaction, standing laying grass and allowing air circulation within the canopy.
The process requires careful consideration with regards to timing, optimal timings are during moist conditions, when recovery will be aided. In drought conditions the impact of raking could be more damaging than beneficial, causing stress the grass plant can not recover from.
The process of raking fairways is considerably time consuming and labor intensive to tidy up. However the benefits will outweigh the effort now, during the tournament.
It is with a strong team in which we can achieve these projects prior to settling into a cutting and maintenance routine before larger competitions.
Greens
Greens have undergone minor maintenance works throughout the opening spring season. However slight disruption has been experienced by all I am sure. For this your patience with the team while they carry out the necessary work is as ever appreciated. Top dressing, verticutting and brushing of greens to put them in the strongest possible position for the season all takes time and effects greens speeds and conditions for the week we are carrying out these practices.
Things to look out for.
Unusual markings around the course. You may have noticed some spray painted markings around both of our courses at GKG. As ever we strive to enhance quality of playing conditions and playability. Uniformity of cutting area’s has been identified by staff as an area we would like to improve on as a greenkeeping team.
By marking out area’s, opening up sprinkler rotor arcs on foregreens and fertilizing weaker high wear zones, we are working towards a uniformed cutting pattern. One in which all staff can have a variety of rolls within the team in future.
All the very best for the golfing season and until next month.
Kate,
Head Greenkeeper GKG