Íslandsmót golfklúbba unglinga fór fram í vikunni og lönduðu U14 stráka og stelpusveitir GKG Íslandsmeistaratitlunum!
Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en af þeim sjö sveitum sem kepptu fyrir GKG þá náðu sex af þeim á verðlaunapall.
U14 flokkar léku á Akranesi.
U14 strákar: gull og silfur (sveitir 1 og 2 frá GKG léku til úrslita)
U14 stelpur: gull
U16 og U18 léku á Hellu.
U16 drengir og stúlkur: silfur
U18 piltar og stúlkur: brons
Úrslit urðu eftirfarandi, smellið á hlekkina til að sjá nánar um úrslitin, myndir ofl.
U14 stráka: 1. GKG Leirdalur, 2. GKG Mýrin, 3. GK Hvaleyrin
U14 stelpna: 1. GKG, 2. GK/GSE, 3. GR
U16 drengja: 1. GA, 2. GKG, GK
U16 stúlkna: 1. GM-1, 2. GKG, 3. GM-2
U18 pilta: 1. GL, 2. GM, 3. GKG
U18 stúlkna: 1. GR, 2. GM, 3. GKG
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Sveit U14 stráka: Aftari röð, Arnar Daði, Snorri, Gunnar Þór, Hjalti Kristján. Fremri röð, Magnús þjálfari, Benjamín Snær, Björn Breki.

Sveit U14 stelpna. Frá vinstri: Stefanía Kristín þjálfari, María Kristín, Ríkey Sif, Bríet Eva, Embla Hrönn, Eva Fanney

Sveit U16 drengja. Frá vinstri: Anar Már þjálfari, Pálmi Freyr, Magnús Ingi, Guðjón Frans, Guðmundur Snær, Úlfar íþróttastjóri

Sveit U16 stúlkna. Frá vinstri: Arnar þjálfari, Halla Stella, Elísabet, María Ísey, Kristín Helga, Katla Bríet, Elísabet Sunna

Sveit U18 stúlkna. Frá vinstri. Karen Lind, Katrín Hörn, Gunnhildur Hekla, Laufey Kristín.

Sveit U18 pilta. Frá vinstri: Jóhannes, Jósef Ýir, Róbert Leó, Dagur Fannar, Gunnlaugur Árni.