Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á lokahringnum á KPMG mótinu á Áskorendamótaröðinni í Belgíu í gær. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn úr GKG var 14.-16. sæti á -10 samtals fyrir lokahringinn en hann bætti töðu sína og endaði jafn í 4. sæti á -16 samtals (69-68-69-66). Frábær spilamennska hjá Birgi!

Lokastaðan:

Birgir lék lokahringinn á 66 höggum eða -6 þar sem hann fékk alls sjö fugla. Fyrir árangurinn fékk hann tæplega 800.000 kr. í verðlaunafé. Sigurvegarinn Martin Wiegele frá Austurríki var þremur höggum betri en Birgir Leifur og fékk hann rúmlega 3 milljónir kr. í verðlaunafé.

Á öðrum keppnisdeginum náði Birgir ótrúlegri skorpu þar sem hann fékk þrjá fugla í röð á 10., 11., 12. og hann endaði þessa hrinu með því að fara í holu í höggi á 14. braut.

Mótið fór fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli.