Nú um helgina lauk síðasta stigamóti ársins í Arionbanka mótaröðinni, en mótið fór fram hjá Golfklúbbnum Oddi. Okkar kylfingar stóðu sig frábærlega, líkt og í öðrum mótum í sumar, en GKG hafa verið með eindæmum sigursælir í sumar, og ljóst er að framtíðin er björt.

Ragnar Már tryggði sér sinn þriðja sigur á tímabilinu og um leið stigameistaratitilinn í flokki 17-18 ára, ljóst er að Ragnar er búinn að bæta sig mikið í sumar. Óðinn Þór átti frábæran lokahring í flokki 15-16 ára, þar sem hann lék á 67 höggum og skaust þar með upp fyrir Aron Snæ og landaði sigrinum með einu höggi.

Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit úr mótinu, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is

Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Ragnar Már Garðarsson GKG 76-74=150 +8
2. Emil Þór Ragnarsson GKG 77-74=151 +9

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK 76-74=150 +8
2. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 76-81=157 +15
3. Særós Eva Óskarsdóttir GKG 82-79=161 +19

Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 76-67=143 +1
2. Aron Snær Júlíusson GKG 72-72=144 +2
3.-4. Egill Ragnar Gunnarsson GKG 77-74=151 +9

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 81-74=155 +13
2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 81-78=159 +17
3. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 88-76=164 +22

Einnig fór fram seinasta mótið á Áskorendamótaröðinni, og náðu Jóel Gauti Bjarkason og Elísabet Ágústsdóttir frábærum árangri og tryggðu sér sigur. Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit.

Stigamót 14 og yngri kk                        
                        
1    Jóel Gauti Bjarkason    GKG    78
2    Ólafur Andri Davíðsson    GK    79    
3    Magnús Friðrik Helgason    GKG    80    
    
                        
Stigamót 14 og yngri kvk                        

1    Elísabet Ágústsdóttir    GKG    93
2    Freydís Eiríksdóttir    GKG    98