Fyrsti hringurinn á Íslandsmóti unglinga í holukeppni var spilaður í gær. Spilaður var höggleikur til þess að fækka keppendum niður í 16 í hverjum flokki. Ingunn Gunnarsdóttir spilaði frábært golf, varð efst í sínum flokki (16-18 ára stúlkur) á 72 höggum og fékk fyrir það 43 punkta sem þýðir lækkun á forgjöf upp á 1,4. Hún er þá með 4,8 í forgjöf og þar með forgjafarlægsti kvenkylfingurinn í GKG en næst á eftir henni er Eygló Myrra Óskarsdóttir með 5,1.
Þeir GKG kylfingar sem komust áfram í holukeppnina voru:
Strákar 13 ára og yngri: Alex Freyr Gunnarsson (2.sæti, 79), Emil Þór Ragnarsson (13.sæti, 93) og Sindri Snær Skarphéðinsson (16.sæti, 94).
Drengir 14-15 ára: Bjarki Freyr Júlíusson (2.sæti, 77), Ari Magnússon (6.sæti, 78), Helgi Ingimundarson (9.sæti, 78) og Gunnar Snær Gunnarsson (12.sæti, 80).
Piltar 16-18 ára: Gunnar Friðrik Gunnarsson (5.sæti, 73) og Starkaður Sigurðsson (9.sæti, 77)
Telpur 14-15 ára: Eygló Myrra Óskarsdóttir (1. sæti, 76) og Selma Dögg Kristjánsdóttir (11.sæti, 118)
Stúlkur 16-18 ára: Ingunn Gunnarsdóttir (1.sæti, 72), Erna Valdís Ívarsdóttir (10.sæti, 97), Jórunn Pála Jónasdóttir (11.sæti, 100) og Jóhanna Margrét Grétarsdóttir (12.sæti, 114).