Um helgina lauk 3. stigamóti ársins í Arion banka mótaröð GSÍ. Leikið var á Strandarvelli við Hellu. GKG kylfingar stóðu sig mjög vel og sigraði Ragnar Már Garðarssson í flokki 15-16 ára, lék á 66 höggum á seinni keppnisdegi og sigraði með tveggja högga mun!

Nánari upplýsingar um árangur allra keppenda má finna hér.

Á myndinni má sjá verðlaunahafa í flokki 15-16 ára, frá vinstri Hallgrím Júlíusson, Ragnar Má og Bjarka Pétursson.

Einnig var haldið mót nr. 3 í Áskorendamótaröðinni og komu GKG kylfingar vel út úr þeirri keppni en Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Franz Jónsson, sigruðu í sínum flokkum, en úrslit úr mótinu má sjá hér.