Ágæta GKG kona,

 Meistaramótið er stærsti viðburður hvers klúbbs og skemmtileg vika á enda -til hamingju með árangurinn allir meistarar og þær sem lentu í verðlaunasætum, allar hinar sem tókuð þátt í mótinu og og ekki síst til hamingju konur sem unnuð persónulega sigra, þið stóðuð ykkur frábærlega.  Eins og fram hefur komið í bréfi frá GKG þá fjölgaði mikið í mótinu og mest hjá okkur konum sérstaklega í 3ja og 4 fl. og urðum 32% þátttakenda í mótinu og erum 32% af klúbbfélögum. –  Vel gert konur!

 Við GKG konur höldum ótrauðar áfram og stendur Taramar kvennanefnd fyrir þremur mótum frá 18. júlí til og með 11. ágúst n.k. Skráning hefst í fyrstu tvö mótin á golf.is kl. 10:00 mánudaginn 10. Júlí skráning í „vissuferðina“ hefst föstudaginn 21.júlí kl 10:00  ( Verður auglýst síðar) Einnig minnum við á þriðjudagsspilið sem er alla þriðjudaga þegar ekki er mót á Mýrinni hjá okkur og skráningin á golf.is

18. júlí TARAMAR punktamót á Leirdal – Nýjung

Mótið er punktamót og hámarks forgjöf 36, rástímar frá kl. 11.30 – 15.00 Skráning er á golf.is Mótsgjald kr. 1.500.-

Veitt verða verðlaun fyrir 1. -3. sæti frá TARAMAR og Brauð og Co. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum þar sem boltinn þarf að lenda á flöt og dregið verður úr skorkortum, viðkomandi þarf að vera á staðnum og má ekki hafa fengið áður vinning í mótinu.

 

25. júlí er þriðja Freixenetpunktamót okkar á Mýrinni

Mótið er punktamót og hámarksforgjöf er 40, rástímar frá kl. 17.00 – 18.50. Skráning á golf.is.  Mótsgjald kr 1.000.- og greiðist við skráningu.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin, nándarverðlaun á 2. holu ,4. holu og 9. holu. Ath. boltinn verður að lenda inná flötinni. Dregið úr skorkortum – viðkomandi þarf að vera á staðnum og má ekki hafa fengið áður vinning í mótinu.
11. ágúst Vissuferð á Hellu – TARAMAR punktamót

Mikil gleði hefur alltaf verið í óvissuferðum okkar GKG kvenna og uppselt að öllu jöfnu og biðlistar. Í ár ætlum við ekki í óvissuferð heldur „vissuferð“. Við förum á Hellu og leikum þar á Strandavelli og borðum glæsilegan kvöldverð þar að leik loknum. Lambalæri m/rabbabara-rauðvínssósu, rótargrænmeti og salat eða pönnusteikta bleikju m/hvítlauks-hnetusmjöri, salati og bakaðri kartöflu, kaffi og konfekt á eftir.

Lagt verður af stað frá GKG kl. 11.00 stundvíslega með rútu og ræst út á öllum teigum kl. 13.00
Skráning hefst 21.7. og verður auglýst síðar, hámarks forgjöf er 36,  gjaldið er kr 6.200.- innifalið er vallargjald, kvöldverður og rútuferð.

Veitt verða verðlaun fyrir 1. -3. sæti frá TARAMAR og Brauð og Co. Nándarverðlaun verða á öllum par 3. holum þar sem boltinn þarf að lenda á flötinni og dregið úr skorkortum, viðkomandi þarf að vera á staðnum og má ekki hafa fengið áður vinning í mótinu, hámarks forgjöf er 36.  Fjöldatakmörkun er 72.  Ræst verður út á öllum teigum og heimilt að skrá sig í holl.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum dömur!

TARAMAR- kvennanefnd GKG